Það var nú heldur minna af flugeldum þessi áramótin en oft áður – fannst manni að minnsta kosti.
Mælingar á PM10 frá Grensásvegi (GRE), Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (FHG) og færanlegri mælistöð (FAR, Ártúnsholti, rétt suðaustan við gatnamót Birtingakvíslar og Straums), sýna að mengunin var tiltölulega skammvinn þessi áramót, en náði þó ansi háu gildi á FAR (þó hefur mælst yfir 2300 µg/m3 um áramót).
Tilraun var gerð til að mæla fínar- og örfínar agnir yfir áramótin og get ég vonandi sagt frá niðurstöðum þeirra mælinga fljótlega.
Að lokum, til gamans, þá sáust brennur á gervitunglamyndum frá því um kl. 22:20 í gærkvöldi (31. des, 2012). Þetta eru hitamyndir, þannig að brennurnar sjást sem svartir dílar – ef vel er að gáð.
NOAA via VÍ
Gleðilegt nýtt ár !
No comments:
Post a Comment