Mökkur suður af Himalaya-fjöllum
Suður af Himalaya-fjöllum er einskonar “á” af mekki (e. haze), sem verður til vegna gróðurelda sem kveiktir eru vegna landbúnaðar, iðnaðar- og umferðar- mengunar. Til að gera þetta verra eru síðan hitahvörf á þessu svæði, sem loka mengunina við yfirborð jarðar. Takið sérstaklega hvernig fjallgarðurinn afmarkar “ánna” til norðurs.
Indland og Bangladesh svæðið suður af Himalaya-fjöllum þann 11. janúar 2013. Image courtesy of NASA/Rapidfire.
Þessi mynd, frá 10. janúar 2013, sýnir þetta jafnvel enn betur – víðara sjónarhorn.
10. janúar 2013. Image courtesy of NASA/Rapidfire.
Ótrúleg svifryksmengun í Peking (Beijing).
Samkvæmt fréttum og mælingum, hefur styrkur PM2.5 í Peking (Beijing) náð 886 µg/m3 (held að þetta séu klukkustundar-gildi) á nokkrum stöðum og víða yfir 700 µg/m3. Svona hefur þetta verið í nokkra daga. Heilsuverndarmörk samkvæmt WHO eru 25 µg/m3 (mögulega 20 µg/m3) – þannig að þarna er mengunin að fara amk 30-falt yfir sett mörk !
Í Kína er víða nóg af uppsprettum fyrir svifryk, orkuver keyrð á kolum, mikil aukning í einkabílaeign og svo hafa veðurskilyrðin verið þess háttar að styrkurinn eykst – lítill vindur sér í lagi. Það þarf því ekki mikið til að styrkur svifryksmengunar fari yfir heilsuverndarmörk og veldur þetta miklum áhyggjum.
Yfirvöld hafa reynt að sporna við menguninni síðastliðna daga með því að takmarka framkvæmdir og iðnað, banna notkun obinberra bíla og beint því til skóla að draga úr útiveru.
Ekki einstakt
Á sama tíma, samkvæmt mælingum (reyndar í frétt) í Dehli, Indlandi, á nokkuð venjulegum, jafnvel vindasömum, degi er styrkur PM2.5 engu að síður á bilinu 130 til 565 µg/m3 !
Við getum verið þakklát fyrir rok og rigningu hér á Íslandi ! Vissulega höfum við ekki jafnsterkar uppsprettur fyrir svifryksmengun, en engu að síður getur styrkurinn risið nokkuð hratt ef hitahvörf og stillur eru. Þessar tölur sem nefndar eru hér að ofan eru þó á við áramót í stillu.
No comments:
Post a Comment