Monday, January 14, 2013

Gott að vera sá stóri

Í stórfínu viðtali við Sigurð Reyni Gíslason, jarðvísindamann við Háskóla Íslands, í Silfri Egils 13. janúar 2013, sýndi SRG graf þar sem fram kemur að losun gróðurhúsalofttegunda hefur staðið nokkuð í stað hjá iðnríkjum, en stóraukist hjá þróunarlöndum.

Einnig kom fram að þróunarlöndin, mörg hver, berjast fyrir því að fá að auka sína útlosun. Enda oft úr nánast engu í eitthvað. Má benda á í því samhengi að við Íslendingar notuðum sambærileg rök vegna Kyoto !

En, þetta er bara hálf sagan. Vandamálið liggur náttúrulega fyrst og fremst í því að iðnvæddu ríkin hafa efni á því að flytja mengandi iðnað til þróunarlandanna !

Þannig eru iðnríkin í þeirri kjöraðstöðu að geta sagt að mengun frá þeim hafi staðið í stað eða minnkað, fyrir utan náttúrulega að losna við mengun úr sínu landi og hitt að auðvitað berjast þróunarlöndin fyrir því að fá þó allavegana að hafa þessa framleiðslu, hafa auðvitað ekki efni á því að missa hana !
Eins og í svo mörgu öðru er þetta því "win-win" fyrir iðnríkin í krafti stærðar og auðs.

Því miður kemur þetta í umræðunni hinsvegar oft út eins og þróunarlöndin hafi engann metnað varðandi mengun, eða séu með "heimtufrekju" - eins og til dæmis BNA stillir því oft upp - ef þeir fá að auka losun, þá hljótum við að mega það líka !

No comments:

Post a Comment