Í gær, í dag og væntanlega á morgun (og mögulega lengur) hafa verið og má búast við sand-og ösku stormum á suðurlandi. Það er engin úrkoma í veðurspám fyrr en á föstudag og á morgun er spáð stífri noranátt áfram (13 m/s í Stórhöfða). Eftir það er spáð suð-austan 7 m/s, sem kannski dugar til.
Á hádegi í dag leit veðurkortið svona út (vedur.is)
Á hádegi, kl. 12 í dag, mánudaginn 14. maí 2012.
Gervitunglamynd frá því kl. 12:20 sýnir sand/ösku storm rétt austan við Mýrdalsjökul.
Í gær,kl. 15:10, var einnig greinilegur strókur (reyndar vestan við Mýrdalsjökul greinilegastur).
Einnig eru fréttir af miklu ösku/sand foki, eins og þessi á mbl.is “Mikið öskufok í Fljótshverfi”.
No comments:
Post a Comment