Tuesday, May 29, 2012

Áfram þyrlast upp aska og sandur

Í gær, 28. maí 2012, sást á gervitunglamynd sandstormur  sem átti upptök sín norðan Dyngjujökuls, við Jökulsá á Fjöllum. Hvort sem þessi atburður, eða efni úr mörgum fyrri atburðum í sumar hefur safnast upp, er greinilegt að norðurpartur Vatnjökuls er orðinn sýnilega “skítugur”, væntanlega vegna slíkra atburða. (Almennt eru öskulög og annað sem sést í vegna bráðnunar mun dekkri, “samansafnað efni”, en þó er ekki hægt að útiloka að bráðnun eigi einhvern þátt í þessu).
20120528_modis_1250_crop
Mynd frá því kl. 12:50, mánudaginn  28. maí 2012 (NASA/Rapidfire).
Í dag í Fljótshverfi, austan við Kirkjubæjarklaustur, fór PM10 vel yfir 50 micro-g/m3, og up að og yfir 150 micro-g/m3.
Capture
Veðurspáin hljóðar svo uppá sólskin og þurrt veður, þannig að það má búast við áframhaldandi foki næstu daga.

No comments:

Post a Comment