Gróðureldarnir miklu á Mýrum vorið 2006 fóru yfir 70 ferkílómetra-svæði !
Sem betur fer sluppu menn, dýr og hús við skaða, þökk sé helst slökkviliðum og bændum á svæðinu. En kannski var sumt að því heppni ?
Lítið hefur verið gert eftir þessa elda til að meta hættuna sem skapast getur. Víða er þéttur gróður, þétt sumarhúsabyggð og lítið um undankomuleiðir.
Hér að neðan er lítið myndband þar sem ég sýni á mjög óvísindalegan hátt, einfaldlega með því að leggja álíka stórt svæði og brann yfir kort af þekktu sumarhúsasvæði á SV-landi, Þrastarskóg (), Vaðnes og svæði þar nærri, bara til að sýna hversu rosalega stór atburður þetta var og hversu nauðsynlegt er að huga að þessari mögulegu hættu – áður en eitthvað gerist (sem auðvitað getur verið mjög langt þangað til – eða stutt).
No comments:
Post a Comment