Nýlega var haldin ráðstefna á vegum landbúnaðarráðuneytisins ráðstefna um erfðabreytta ræktun.
Í fréttum hefur verið tekið skýrt fram að læknar telji erfðabreytt matvæli ekki skaðleg heilsu manna. Áfram birtist þetta í fréttum, en getur verið að ekki sé bara deilt um áhrif á heilsu manna ?
Fleiri hliðar séu á málinu !
Þó að erfðabreytt matvæli séu enganvegin skaðleg heilsu okkar (ekki verið sýnt fram á það) og þar treysti ég alveg vísindum, og vitað sé að "kynbætur" og erfðatækni hafa gerbreytt möguleikum okkar til ræktunar til hins betra, er líka skuggahlið sem ekki virðist mega ræða.
Með því að búa til stofna til ræktunar sem við breytum þannig að þeir standast ákveðna sjúkdóma og þola betur ákveðnar aðstæður, verða þær plöntur fljótt ríkjandi - við viljum jú plöntur sem vaxa hratt og verða ekki fyrir afföllum vegna sjúkdóma og aðstæðna.
Þetta veldur því að uppskeran er einsleit, ein eða fáar tegundir. Það veldur því svo að oftast þarf meira af tilbúnum áburði - þ.s. hver plöntutegund notar jú ákveðin næringarefni.
Einnig, ef upp kemur nýr sjúkdómur, og við vitum að náttúran leysir sín verkefni og finnur leiðir, þá getur orðið verulegt áfall – öll uppskeran farin á sama tíma. Sama á við um umhverfisbreytingar, þurrara, rakara ...
Ef hinsvegar er unnið í minni skrefum og passað upp á fjölbreytileikann, minnkum við áhættuna á því að ákveðnar breytingar í umhverfi eða sjúkdómum valdi algeru hruni.
Síðan eru náttúrulega þessi fáránlegu dæmi þar sem fyrirtæki á fræ plantnanna sem búið er að sá og bændur mega ekki safna og nota næsta ár, heldur verða að kaupa frá framleiðanda (Monsanto) ! Í því tilfelli virðist meira að segja vera sem að sum skordýr séu búin, eða amk að læra, að komast framhjá erfðabreyttu vörnunum sem settar voru til að forðast ágang skordýra og því þarf að nota jafnvel enn verra eitur en áður !
Er síðan alveg sammála því að þegar fólk talar um hollustu erfðabreyttra matvæla og annað, virðast ekki vera nokkur vísindaleg rök fyrir því að þar sé munur á.
Áhyggjuefni ef fólk treystir ekki vísindum- Prófessor við Landbúnaðarháskólann segir mikið áhyggjuefni … www.ruv.is
No comments:
Post a Comment