Thursday, April 26, 2012

Sæstrengur til Evrópu

Í Fréttablaðið í dag (26. apríl 2012) skrifar Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri markaðs- og
viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, grein sem hann kallar “Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið?” – um sæstreng til Evrópu.

Ég get ekki alveg skilið rökin sem notuð eru fyrir því að selja “hráa” orku til Evrópu. Ekki auðveldaði þessi grein mér að skilja þau heldur – eins og sjá má á spurningum og athugasemdum hér að neðan (ýta á mynd til að sjá stærri).

MagnusBjarnason_2012_Frettabladid_LV_Saestrengur_1hluti_comments

Fyrir því að ég skil ekki þá hugmynd að selja orku gegnum sæstreng eru nokkrar ástæður:

  1. Það er ekki til umframorka í landinu, án nýrra virkjana í það minnsta (og flestir valkostir eru frekar af minni gerðinni).
  2. Auk þess virðist vera þó nokkur eftirspurn eftir orku innanlands (að minnsta kosti er það ástæðan sem notuð er – að umhverfismat tefji nýjar virkjanir sem nauðsynlegar eru fyrir stækkun og nýjum álverum/verksmiðjum).
  3. Samkvæmt rammaáætlun er í allra mesta lagi hægt að u.þ.b. tvöfalda raforkuframleiðslu landsins, þá er nánast allt tínt til og óvíst að gangi eftir.
  4. Einnig er næsta öruggt að orkuverð til almennings myndi hækka umtalsvert – 3–5 falt virðist líklegt miðað við reynsluna annars staðar.
  5. Við ættum auðvitað að nýta þessa orku hérlendis í stað þess að selja “hráa” orku út.
  6. Einnig er líklegt að fundnar yrðu leiðir til að einkavæða raforkusölu til Evrópu, ábyggilega hægt að finna að ríkið megi ekki vera í samkeppni eða eitthvað sniðugt. Þannig myndi ekkert nema verulega hækkað raforkuverð skila sér til almennings. Jafnvel þótt ekki verði einkavætt myndi “hagkvæmnin” fyrir almenning vera margfalt hærra raforkuverð og mögulega skortur á rafmagni (Evrópa getur jú auðveldlega nýtt alla okkar orku og margfalt meira).

No comments:

Post a Comment