Enn bætast við rannsóknir sem sýna neikvæð áhrif svifryks.
Í þetta skiptið er nýleg rannsókn í Stokkhólmi, Svíþjóð, sem sýnir að gróft svifryk (milli PM10 og PM2.5) eykur dánartíðni (e. mortality) um 1.68% fyrir hækkun um 10 micro-g/m3.
Uppspretta þessa grófa svifryks í Stokkhólmi er helst uppspænt malbik, en einnig geta slit á dekkjum,bremsum og slíku, auk sandstorma verið uppsprettur.
Greinin:
Kadri Meister, Christer Johansson, and Bertil Forsberg. Estimated Short-Term Effects of Coarse Particles on Daily Mortality in Stockholm, Sweden. Environmental Health Perspectives, 120(3); March 2012.
Umfjöllun á mbl.is:
http://mbl.is/frettir/taekni/2012/04/02/nagladekk_ogna_heilsunni/
No comments:
Post a Comment