Saturday, April 28, 2012

Agnir í andrúmlofti “földu” hlýnun í austurhluta BNA

Enginn getur haldið því fram að vísindin í kringum hlýnun jarðar séu einföld eða allt sé vitað.

Nú hafa vísindamenn frá Harvard sýnt fram á að agnir (e. aerosols) í andrúmslofti yfir austurhluta Bandaríkjanna endurköstuðu sólarljósi, auk þess að auka skýjamyndun sem einnig endurkastar sólarljósi, og valda þannig kólnun við yfirborð jarðar. Þannig náðu agnir í lofti að “hylja” hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa.

Þetta sést vel á korti sem sýnir áhrif agna á hitastig við jörðu fyrir tímabilið 1970 – 1990.

image

Einnig þegar skoðaðar eru hitastigbreytingar milli 1930 og 1990.

image

Nú er hinsvegar unnið að því að draga úr útblæstri agna, bæði vegna súrs regns og heilsufarsáhrifa. Kaldhæðnin er sú að þetta veldur því að það dregur úr þessum kólnunaráhrifum og mikil hlýnun á sér stað.

Í Kína, og víðar, þar sem mikið af ögnum streymir út í andrúmsloftið má búast við að svipuð áhrif eigi sér stað og hluti hlýnunar sé því ekki mældur við yfirborð vegna agna-mengunar.

 

Unnið upp úr:

http://www.upi.com/Science_News/2012/04/27/Study-Pollution-hid-climate-warming/UPI-95831335561503/?spt=hs&or=sn

http://planetsave.com/2012/04/26/climate-scientists-discover-warming-hole-over-eastern-u-s-that-delayed-climate-impacts-from-ghgs/

No comments:

Post a Comment