Saturday, August 13, 2011
Öskustormur af yfirborði Vatnajökuls
Grímsvötn, staðsett þar sem “T” í Vatnajökull er á kortinu (frá LMI.is).
Síðastliðinn sunnudag, þann 7. ágúst, 2011, um klukkan 14:05 var greinilegur öskustormur frá Grímsvatna-svæðinu á Vatnajökli.
Þessi mynd frá 14:05 (að ofan), og frá 14:20 (mynd að neðan), sýna þetta nokkuð vel (myndir frá NASA/Rapidfire og VÍ).
Takið líka eftir flotta lægðasnúðnum rétt fyrir utan Reykjanesið.
Á BTD mynd sést þetta einnig mjög vel (vann með Hróbjarti Þorsteinssyni (VÍ) að BTD; hann benti mér einnig á þennan atburð).
Samsé, nokkuð óvanalegur atburður, öskufok af yfirborði jökuls.
Labels:
Hafið,
Jöklar,
Loftslagsbreytingar,
Mengun,
Náttúran,
Sandstormar,
Veðurfar
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment