Tuesday, February 11, 2014

… og vindurinn kom til bjargar loftgæðunum

Eins og ég nefndi í pistli fyrr í dag, þá var okkar besti séns til að koma í veg fyrir mikið svifryk seinnipartinn að það færi aðeins að hreyfa vind. Það gekk eftir og toppurinn í eftirmiðdaginn varð ekkert stór.

image

Við sjáum að upp úr 12 og sérstaklega eftir 15, varð vindur heldur meiri og vindhviður fóru að slá í 10 m/s.

Áhrifin sjást glöggt á styrk svifryks (bláa línan) og raunar Nituroxíðs; NOx; (gula línan).

image

Mér sýnist að mögulega gætum við skriðið yfir heilsuverndarmörkin, sem eru 50 µg/m3 fyrir 24-klst meðaltal.

Að lokum er hér fjöldi bíla á leið vestur og síðan austur Ártúnsbrekkuna í dag.

Vestur:

image

Austur:

image

No comments:

Post a Comment