Háskóli Íslands tók þátt í stóru verkefni á vegum EU sem kallast Ice2sea. Meðal niðurstaðna í verkefninu er betra mat á mögulegri hækkun sjávar (95% líkur að verði innan við 1 m til ársins 2100). Framlag jöklahóps HÍ varðaði botnskrið jökla, eins og skoða má á veggspjaldinu hér að neðan.
Í mjög stuttu máli þróuðum við aðferð þar sem breytileiki í vatnsmagni sem nær til botns ákvarðar getu þess vatnskerfis sem er á botni til að flytja vatnið. Þannig valda snöggar breytingar í vatnsmagni hlutfallslega miklu botnskriði í samanburði við samskonar breytingar í vatnsmagni sem verða á reglubundinn hátt, til dæmis dægursveifla á sumrin.
No comments:
Post a Comment