Thursday, April 11, 2013

Svifryk, sandstormur og kannski gróðureldur

Miðvikudaginn 10. apríl 2013 var margt að gerast.

Svifryk var yfir mörkum í Rvk., smá sandstormur á suðurlandi og mögulega gróðureldur einnig. Skoðum nánar.

Svifryk yfir mörkum í Reykjavík, stöðin við Grensásveg.

image

Meðaltal sólarhringsins var um 58.6 µg/m3, en heilsuverndarmörk eru 50 µg/m3. Vindhraði var undir 5 m/s og við sjáum að jafnvel þó NOx fari ekki mjög hátt, tengist þetta líklegast umferðinni.

Lítinn sandstorm mátti mögulega greina á MODIS mynd frá Terra tunglinu.

20130410_modis_worldview_crop
(Image courtesy of NASA/Rapidfire)

Síðan var mögulega gróðureldur, en hef ekki fundið neitt um það í fréttum. Þetta gæti einnig verið misgreining, en læt fylgja með að gamni – væri gaman að heyra ef einhver getur staðfest hvort eldur var þarna í kringum 14 á miðvikudag 10. apríl 2013.

Staðsetning skv. gervitunglum:

image
Kort frá ja.is.

Gervitunglamynd, frá því kl. 14, þar sem mögulega má sjá reyk ?

image
Image courtesy of NASA/Rapidfire.

No comments:

Post a Comment